Nemendaviðtöl og skipulagsdagur

Föstudaginn 24. mars eru nemendaviðtöl í Vogaskóla í 1. - 7. bekk. Nemendur mæta í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Skólinn er frá kl. 8:10 - 12:05. Vogasel tekur við þeim börnum sem þar eru á skrá en aðrir nemendur eru búnir kl. 12:05.

Mánudaginn 27. mars er skipulagsdagur, þann dag eiga nemendur frí.

Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar

DSC 0063

Vogaskóli fékk viðurkenningu fyrir að hafa ná skrefi tvö í Grænum skrefum borgarinnar. Skref tvö felur í sér ýmsa þætti s.s að  hafa farið yfir vatns- og rafmagnsnotkun, fyllt út gátlista um innkaup þar sem skoðað er hvort áhersla er á vistvænar vörur, forðast notkun  einnota umbúða og fækka innkaupaferðum. Plast og málmar hafa bæst við í flokkunarkerfið og lögð er áhersla á góða umgengni nemenda bæði inni og úti. Gott væri að fá heimilin með í þetta verkefni og ræða mikilvægi góðrar umgengni bæði í skólanum og utan hans.

Skoða má fésbókarsíðu grænna skrefa á tenglinum:

https://www.facebook.com/pg/graenskref/photos/?tab=album&album_id=1064778720254591

Upplestrarkeppnin í Vogaskóla

DSC 0041Þriðjudaginn 14. mars kepptu sjö nemendur úr 7. bekk í upplestri. Keppt var um sæti í lokakeppni “Stóru upplestrarkeppninnar”

 Það voru þau Hannes Hermann Mahong Magnússon, Hrönn Tómasdóttir, Dagbjört Ásta Jónasdóttir, Stígur Sigurðarson, Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir, Rakel Arín Guðlaugsdóttir og Martha Clara Ásbjarnardóttir sem lásu. Þessir krakkar höfðu áður verið valin sem bestu lesararnir í 7. bekk.

Hver og einn las þrisvar sinnum. Fyrst var lesið brot úr sögu, síðan rímað ljóð og að lokum órímað ljóð.

Nemendur í 6. bekk spiluðu á hljóðfæri eftir upplesturinn.

Allir lesarar stóðu sig mjög vel en dómnefnd, sem var skipuð þeim Sigrúnu Björnsdóttur, Halldóri Gylfasyni og Helgu Hrefnu Helgadóttur, ákvað að þau Hannes og Harpa myndu keppa í lokakeppninni sem haldin verður í Grensáskirkju þann 29. mars. Dagbjört var valin til vara.

 Við óskum lesurunum öllum til hamingju með frábæran árangur.

Pí dagurinn og fleira

DSC 0003Undanfarið hafa kennaranemar á fyrsta ári, Pétur og Erlingur verið hjá okkur í stærðfæði í unglingadeildinni. Nemendur í 9.bekk kynntu sér stærðfræðinga og verk þeirra og nemendur í 8. og 10. bekk leystu stærðfræðiþrautir. 

Pí-deginum var fagnað sl. þriðjudag. Haldin var kökusamkeppni um best skreyttu kökuna og nemendur í 8. bekk fögnuðu sigri.

Á þriðjudaginn fór fríður hópur nemenda í MR og atti kappi í stærðfræðikeppni grunnskólanna.  Nemendur í 8.bekk og 9. bekk hafa einnig tekið þátt í Pangea stærðfræðikeppni sem er alþjóðleg, með góðum árangri.  Lokaumferð þeirrar keppni er 1.apríl nk.

Íslandsmyndir

DSC 0052Nemendur í 3. bekk halda áfram að vinna þessar skemmtilegu Íslandsmyndir. Svakalega flott hjá þeim.

Fleiri greinar...