GLEÐILEGT SUMAR 2016

Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Vogaskóla.

Skrifstofa skólans opnar fimmtudaginn 4. ágúst.

Útskrift 2016

Það var flottur hópur 10. bekkinga sem útskrifaðist þann 8. júní s.l. Starfsfólk Vogaskóla óskar þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.

Vorferðir nemenda

Venju samkvæmt var mikið um að vera hjá nemendum og kennurum á vordögum. Veðrið lék við Vogaskólafólk hvert sem það fór. Ratleikur miðstigsins í Elliðaárdal tókst vel og hjólaferð 6. og 7. bekkinga í Nauthólsvík líka. Sjöundi bekkur skellti líka á Akranes.

Annar og þriðji bekkur heimsóttu Steinahlíð, nemendur í Unnar smiðju buðu uppá leiksýningu á Skrápu og allir nemendur yngsta- og miðstigs komu með flíkur að heiman, pökkuðu þeim inn og gáfu til RKÍ.

Út um hvippinn og hvappinn

Það er greinilega komið sumar í nemendur og starfsfólk Vogaskóla. Nemendur og kennarar hafa verið út um hvippinn og hvappinn. Nemendur í 4. bekk fóru og heimsóttu Ásmundarsafn og svo skelltu þeir sér í bæjarferð þar sem þeir fengu að dorga niður á bryggju.

Nemendur í 5. bekk brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér í rútuferð í Sandgerði og nemendur í 6. bekk tóku strætó að Rauðavatni þar sem farið var í allskyns leiki. Sem sagt, bara gleði og gaman.

Vinabekkjaferð hjá 1. og 10. bekk

Vinirnir í 1. og 10. bekk gengu saman í Húsdýragarðinn í dag og áttu þar skemmtilega stund, grilluðu pylsur og höfðu gaman. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni

Fleiri greinar...