Vetrarfrí - Winterbreak

veturVetrarfrí er mánudag og þriðjudag 20.-21. febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. febrúar. Winterbreak (no school) on Monday and Tuesday February 20th.-21st. School starts again according to schedule on Wednesday February 22nd.

Laugardalsleikarnir

IMG 0026Laugardalsleikarnir voru haldnir miðvikudaginn 15. febrúar. Þá hittust nemendur úr öllum skólunum í hverfinu, Langholtsskóla, Laugarlækjaskóla og Vogaskóla. Keppt var í ýmsum skemmtilegum íþróttagreinum. Um kvöldið var haldið ball í Laugarlækjaskóla.

Bingó!

DSC 0018Fulltrúi foreldrafélagsins koma færandi hendi í morgunsöng síðastliðinn þriðjudag. Foreldrafélag Vogaskóla gaf skólanum alvöru bingóspjöld og nýja bingóvél. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Stærðfræðidagurinn

2017 02 032009.47.093. febrúar er Dagur stærðfræðinnar. Markmið með deginum er tvíþætt; að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi. Nemendur í 8.bekk fóru í heimsókn í Menntaskólann við Sund og unnu hugarkort með nemendum á lokaári eðlisfræðibrautar.  Nemendur í 10.bekk unnu verkefni tengd bílprófskostnaði og rekstrarkostnaði bifreiðar. Fleiri myndir í myndasafni.

Vinaliðar á vorönn

DSC 0004Búið er að velja vinaliða fyrir vorönn. Þeir fóru á vinaliðanámskeið í dag þar sem þeir tóku þátt í leikjum og lærðu vinaliðadansinn. Í myndasafni má finna fleiri myndir frá námskeiðinu.

Fleiri greinar...